Ný könnun: VG í frjálsu falli

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:43
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:43
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs er í frjálsu falli. Flokk­ur­inn mæl­ist með 2,2%. Þetta sýn­ir ný könn­un Pró­sents sem unn­in er fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála á mbl.is. Þar fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir þess­ar nýj­ustu mæl­ing­ar og hvað skýra kunni þær breyt­ing­ar sem virðast birt­ast á fylgi flokk­anna í öllu því gjörn­inga­veðri sem nú geng­ur yfir stjórn­mála­sviðið í land­inu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við sig

Í sömu könn­un má sjá að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist nú 15,6%.

Er flokk­ur­inn með þessu næst­stærsti flokk­ur lands­ins, leiðir með sjón­ar­mun gagn­vart Miðflokki sem mæl­ist með 15,1%. Tekið skal fram að mun­ur­inn milli flokk­anna er vel inn­an skekkju­marka.

Sem fyrr er Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Mæl­ist stuðning­ur við hana 24,8%.

Pírat­ar, Viðreisn og Jón Gn­arr

Pírat­ar virðast hafa lent í tals­verðum mót­byr og mæl­ast nú með 6,1% fylgi. Velta má vöng­um yfir því hvað veld­ur slöku gengi flokks­ins en að und­an­förnu hafa mikl­ar inn­an­tök­ur verið í flokks­starfi Pírata og hver hönd­in risið mót ann­arri.

Þá nefn­ir Andrés í Spurs­mál­um að það kunni að hafa haft áhrif að Jón Gn­arr til­kynnti fyr­ir skemmstu aðh ann hygðist bjóða sig fram hjá Viðreisn en töl­urn­ar nú sýna að sá flokk­ur mæl­ist með ríf­lega 14% fylgi.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með svipað fylgi og Pírat­ar eða 6,2%. Flokk­ur fólks­ins er með 10,8% fylgi. Sósí­al­ist­ar mæl­ast enn und­ir 5% og eru með 4,2%. Lýðræðis­flokk­ur Arn­ars Þórs Jóns­son­ar sæk­ir 0,9% stuðning sam­kvæmt þess­ari sömu könn­un.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/​Há­kon
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert