Jasmina Vajzovic Crnac sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi og fer því á móti núverandi oddvita flokksins í kjördæminu, Guðbrandi Einarssyni, sem sagði í samtali við mbl.is í dag að hann gæfi kost á sér að leiða lista flokksins í komandi kosningum.
Hjá Viðreisn verður uppstilling og verða listar flokksins kynntir eftir helgi.
Jasmina er frá Bosníu og Hersegóvínu og flutti til Íslands árið 1996. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt og er með diplómu í opinberri stjórnsýslu.
Þá á hún ráðgjafafyrirtækið IZO sem veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum.
Jasmina sat áður sem varabæjarfulltrúi í sveitastjórn Reykjanesbæjar.
„Með því að gefa kost á mér í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi er ég staðráðin og mjög metnaðarfull að starfa af heilindum með inngildandi og stefnumótandi sýn til að styðja við árangur flokksins,“ segir í tilkynningu frá Jasminu.