„Það eru náttúrulega bara fjárlög“

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Hákon

„Við mun­um fara yfir minn­is­blöð um þessi mál sem mik­il­væg­ast er að klára. Það eru nátt­úru­lega bara fjár­lög og fjár­laga­tengd mál. Það ligg­ur í aug­um uppi,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um fyrsta rík­is­stjórn­ar­fund starfs­stjórn­ar­inn­ar sem hefst eft­ir skamma stund.

Hann seg­ir eng­an öldu­gang hafa verið á rík­is­ráðsfundi í gær­kvöldi. Um hafi verið að ræða endi á löngu sam­starfi með form­leg­um hætti og að kveðju­stund­in hafi þá frek­ar verið á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Stefni á að klára fjár­lög með sóma

Áttu von á því að marg­ir þing­fund­ir verði haldn­ir fram að kosn­ing­um?

„Nei, við eig­um eft­ir að fara yfir það en þingið hef­ur verið að skoða það og ráðuneyt­in þannig að við mun­um bara fara yfir það næstu daga.“

Hann seg­ir að starfs­stjórn­in muni nú halda í það verk­efni að klára fjár­lög­in með sóma og í sam­tali við þingið.

Spurður hvort hann sjái fyr­ir sér að vinna með Sjálf­stæðis­flokkn­um eft­ir kosn­ing­ar seg­ir hann það aug­ljóst að nokk­ur órói hafi verið um tíma í flokk­un­um en að fyrst verði að klára kosn­ing­ar áður en það sam­tal geti átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka