Alvarleg líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu

mbl.is/Eggert

Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði á miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, en rannsókn málsins hefur staðið nánast óslitið síðan á miðvikudag.

Skýrslur hafa verið teknar af sakborningi, vitnum og brotaþola.

Þá segir að gagna úr eftirlitsmyndavélum aflað og húsleit gerð á heimili sakbornings þar sem grunur lék á að skotvopn væru geymd. Engin slík fundust. 

Ákvörðun var tekin um nálgunarbann og hún birt sakborningi.

Eftir því sem rannsókn málsins vatt fram var ákvörðun tekin um að krefjast gæsluvarðhalds. Krafan verður tekin fyrir síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert