Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), sækist eftir tveimur efstu sætum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hannes bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014.
„Ég veit að sumum kemur á óvart að ég sem einu sinni studdi Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í starfi hans styðji nú Samfylkinguna og bjóði fram krafta mína núna fyrir þann flokk. Það má kannski segja að ég hafi verið landlaus krati í flokki sem ég var á báðum áttum með hvort ég ætti heima í eða ekki. Núna er nokkuð síðan að ég sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Og staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengst á meðan Samfylkingin hefur breikkað og opnað faðminn,“ segir í tilkynningu frá Hannesi.
Hann segir sín helstu áherslumál vera að vera fulltrúi fólksins, íþróttir og æskulýðsmál, málefni unga fólksins, heilbrigðismál – ekki síst jafnt aðgengi óháð búsetu, samgöngumál „og að vera traustur fulltrúi Norðvesturkjördæmis, eiga virkt samtal við fólkið í kjördæminu og finna leið til að geta verið í sem mestum“.