Magnea sækist eftir 3. sæti í Reykjavík

Magnea hefur meðal annars setið í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Magnea hefur meðal annars setið í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum, sækist eftir þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi Alþingiskosningum.

Magnea lagði stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Í framhaldinu fór hún í meistaranám í alþjóðastjórnmálum í Bandaríkjunum með sérhæfingu í greiningu átaka og friðarlausnum, að segir í tilkynningu frá henni.

Hún hefur í gegnum árin unnið að margvíslegum störfum m.a. innan íslenska stjórnkerfisins, á vegum félagasamtaka og á alþjóðavettvangi fyrir mismunandi stofnanir og samtök við krefjandi verkefni og aðstæður eins og í Tansaníu, Afganistan, Bosníu og Hersegóvínu, Kósóvó, á hernumdu svæðunum Palestínu og  Ísrael. Hún hefur jafnframt  starfað hjá Alþjóðaráði Rauða krossins í Genf.

Magnea gekk til liðs við Samband ungra jafnaðarmanna innan Alþýðuflokksins og var virk í þeirra starfi og hefur verið félagi í Samfylkingunni frá stofnun. Undanfarið hefur Magnea setið í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og verið í forsvari fyrir málefnahóp flokksins um stjórnarfar og mannréttindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert