Mikill viðbúnaður við Stuðla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt tiltækt slökkvilið sinnir nú útkalli á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sást reykur stíga frá byggingunni.

Tilkynning barst rétt fyrir klukkan sjö.

Uppfært 7:35

Búið er að slökkva eldinn og vinnur slökkviliðið nú að því að reykræsta.

Talið er að eldurinn hafi kviknaði inni í einu herbergi og voru tveir fluttir á slysadeild.

Eldsupptök er ókunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka