Erna vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi

Erna Bjarnadóttir.
Erna Bjarnadóttir. Ljósmynd/Facebook

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sækist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. 

Erna var varaþingmaður flokksins í kjördæmi árið 2022.

Í færslu á Facebook segist hún hafa sent uppstillinganefnd flokksins í kjördæminu framboð sitt. 

Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann,“ segir í færslu Ernu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert