Jens hafði betur gegn Njáli Trausta

Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason. mbl.is/Árni Sæberg

Jens Garðar Helgason, fram­kvæmda­stjóri, fv. formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar og fv. formaður SFS, tryggir sér oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi með 100 atkvæðum gegn 68 atkvæðum sitjandi oddvita, Njáli Trausta Friðbertssyni. 

Báðir þingmenn gáfu kost á sér í bæði 1. og 2. sæti.

Nú stendur yfir fundur í kjördæmisráði flokksins í Norðausturkjördæmi þar sem stuðst er við röðun við val á efstu 5 sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlaut lak­asta út­komu í því kjör­dæmi í kosn­ing­un­um 2021, 18,5% at­kvæða og tvo menn kjörna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert