Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur samþykkt „einróma“ framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar.
Svo segir í tilkynningu á vef flokksins og segir að þetta hafi verið fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið í ráðinu á Hótel Selfossi.
Efstu sex sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti 7-20 á tillögu kjörnefndar.
1. sæti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
2. sæti Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
3. sæti Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður.
4. sæti Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
5. sæti Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur.
6. sæti Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
7. sæti Kristín Traustadóttir, viðskiptafræðingur.
8. sæti Gauti Árnason, forseti bæjarstjórnar.
9. sæti Írena Gestsdóttir, viðskiptafræðingur.
10. sæti Logi Þór Ágústsson, laganemi.
11. sæti Björk Grétarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og stjórnmálafræðingur.
12. sæti Hafþór Ernir Ólason, framhaldsskólanemi.
13. sæti Gígja Guðjónsdóttir, flugfreyja og uppeldis- og menntunarfræðingur.
14. sæti Jón Bjarnason, oddviti og bóndi.
15. sæti Rut Haraldsdóttir, viðskiptafræðingur.
16. sæti Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs.
17. sæti Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri.
18. sæti Einar Jón Pálsson, bæjarfulltrúi.
19. sæti Bjarki V. Guðnason, sjúkraflutningamaður.
20. sæti Birgir Þórarinsson, alþingismaður.