Lokun sendiráðsins gerði ekki út af við Skagann 3X

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir að sú ákvörðun að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu hafi ekki skaðað fyrirtæki í Norðvesturkjördæmi. Þeirri gagnrýni hefur verið haldið fram gegn ráðherra, ekki síst í ljósi þess að önnur ríki hafa ekki gengið eins langt og íslenska utanríkisþjónustan.

Hefur þar verið nefnt að stórir samningar sem Skaginn 3X, sem varð óvænt gjaldþrota fyrr á árinu, í Rússlandi, hafi lent í uppnámi vegna fyrrnefndrar ákvörðunar.

Etja kappi í dag

Þetta kemur fram í viðtali við Þórdísi Kolbrúnu í Spursmálum þar sem hún mætir til leiks ásamt Jóni Gunnarssyni, flokksfélaga hennar, en þau etja í dag kappi um 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem boðinn verður fram í alþingiskosningunum sem fram munu fara þann 30. nóvember næstkomandi.

Í þessu húsnæði við höfnina á Akranesi var Skaginn 3X …
Í þessu húsnæði við höfnina á Akranesi var Skaginn 3X með starfsemi sína. mbl.is/Sigurður Bogi

Stærðin skipti máli

Bendir Þórdís á að vegna smæðar sendiráðsins í Moskvu hafi í raun reynst nauðsynlegt að loka starfseminni. Ekki hafi verið svigrúm til þess að draga fjölda diplómata, jafnvel tugi, heim frá Rússlandi eins og hægt var í tilviki annarra ríkja með sendiráð í Moskvu.

Í viðtalinu leiðir Þórdís Kolbrún einnig líkur að því að fjöldi starfsmanna rússneska sendiráðsins í Reykjavík hafi haft annan starfa en þann sem gefið var upp að þeir sinntu.

Viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og Jón má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert