Mannát vinsælt umfjöllunarefni

Þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur rannsakað mannát.
Þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur rannsakað mannát. Ljósmynd/Aðsend

Mannát er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það vaknar að morgni og sjálfsagt fordæma nær allir íbúar jarðar það.

Engu að síður hefur það verið vinsælt umfjöllunarefni og því ætlar Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði frá Háskóla Íslands, að bjóða upp á námskeið um mannát og menningu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þriðjudagskvöldin 29. október og 5. nóvember, samtals fjórar klukkustundir. „Þetta er ekki matreiðslunámskeið,“ leggur hún áherslu á.

Á námskeiðinu ætlar Dagrún að skoða mannát út frá ýmsum vinklum. „Ég ætla að fara yfir söguna, hvernig það hefur verið stundað í raunveruleikanum, og svo tala ég um hvernig það birtist í menningunni eins og í íslenskum þjóðsögum, hvernig fjallað hefur verið um mannát í goðsögum, ævintýrum og flökkusögum í gegnum tíðina.“

Enn fremur varpi hún ljósi á hvernig mannát birtist í dægurmenningu nútímans. „Mannát virðist vera frekar vinsælt umfjöllunarefni eins og sjá má í bókum og blöðum, útvarps- og sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum og í leikritum. Ég fer því yfir þetta á mjög breiðu sviði og skoða mannát út frá fjölbreyttum sjónarhornum.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka