Sanna tekur oddvitasætið í Reykjavík suður

Sanna hefur verið borgarfulltrúi fyrir hönd Sósíalista frá árinu 2018.
Sanna hefur verið borgarfulltrúi fyrir hönd Sósíalista frá árinu 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og formaður Sósíalistaflokks Íslands, leiðir lista síns flokks í Reykjavíkurkjördæmi suður.

„Ég þakka félögum kærlega fyrir traustið sem mér var sýnt þegar ég var kosin pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna og oddviti í Reykjavík suður,“ skrifar hún á Facebook.

Sanna hefur verið borgarfulltrúi fyrir hönd Sósíalista frá 2018 og þykir hún afar vinsæl í því starfi ef miðað er við skoðanakannanir. Í apríl mældist hún næstvinsælasti borgarfulltrúinn á eftir Degi B. Eggertssyni, formanni borgaráðs. 

Sósíalistaflokkurinn hefur mælst með 4-6% í skoðanakönnunum á síðasta hálfa ári en 5% þarf til að fá fulltrúa á þing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert