„Svona er það þá bara“

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svona er það þá bara. Ég var að etja kappi við varaformann flokksins. Svo að fjallið var hátt sem ég var klífa og mér tókst ekki að komast á toppinn á því á þessum tíma. Þannig að þetta er bara niðurstaðan,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við blaðamann mbl.is í Valhöll. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir hafði betur gegn Jóni um 2. sæti lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. 

„Svona er þetta í okkar flokki. Það er bara lýðræðisleg niðurstaða í þessu, og fólkið velur, og ég auðvitað sætti mig bara við það.“

Jón ætlar ekki að bjóða sig fram í nein önnur sæti lista flokksins. 

Jón yfirgaf fundinn stuttu eftir að hann ræddi við blaðamann. 

Jón er hér til hægri fyrir utan Valhöll.
Jón er hér til hægri fyrir utan Valhöll. mbl.is/Anton Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert