Teitur Björn Einarsson hefur dregið framboð sitt um oddvitasætið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi til baka. Ólafur Adolfsson var þess í stað rétt í þessu sjálfkjörinn oddviti flokksins í kjördæminu.
Teitur sækist þess í stað eftir 2. sæti.
Í tilkynningu á vef flokksins segir að kjördæmisráð samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við efstu 4 sæti framboðslistans.
Fréttin hefur verið uppfærð.