Aðalsteinn gefur kost á sér fyrir Viðreisn

Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttarsemjari, sækist eftir sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar. 

Í samtali við mbl.is segir hann að hann hafi gefið kost á sér en tekur fram að hann hafi ekki gert kröfu um ákveðið sæti á lista. 

„Hjarta mitt slær með Viðreisn og ég hlakka til að vinna með skemmtilegu teymi sem vill skapa samfélag þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum og allir njóta jafnræðis,“ skrifar Aðalsteinn á Facebook.

Gerir ekki kröfu um sæti

Aðalsteinn er búsettur í Reykjavík og gerir ráð fyrir því að vera á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, ef flokkurinn hafi á því áhuga. 

„Efnahagslegt jafnvægi, sem styður ungt fólk að koma undir sig fótunum og hjálpar fólki og fyrirtækjum að blómstra, að ekki sé minnst á tækifæri með aðild að Evrópusambandinu: Viðreisn á skýrt erindi. Ég geri hvorki kröfu um tiltekið sæti eða hlutverk og hef væntingar um að leggja mitt af mörkum í góðum félagsskap. Það má vera gaman að skapa betra samfélag,“ skrifar hann á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert