Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi alltaf litið á Sigríði Á. Andersen sem vin sinn og félaga.
„Hún hefur alla ævi verið virk í Sjálfstæðisflokknum. Það eru auðvitað vonbrigði að hún kjósi að fara í framboð fyrir annað stjórnmálaafl. Það er eftirsjá af henni í flokkstarfi sjálfstæðismanna,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.
Tilkynnt var í gær um að Sigríður, sem er fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði fallist á að leiða lista Miðflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi kosningum.
„Ég hefði frekar kosið að hafa hana með í baráttunni í kosningunum heldur en að sjá hana fara í annað stjórnmálaafl,“ segir Bjarni.