Alma í fyrsta og Guðmundur í annað

Alma Möller mun leiða listann.
Alma Möller mun leiða listann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi leggur það til að Alma Möller landlæknir leiði listann og að Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, verði í 2. sæti. 

Núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fellur niður í 3. sæti á listanum. 

Árni Rúnar í 4. sæti

Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur á flokksmenn í kjördæminu sem mbl.is hefur undir höndum en Vísir greindi fyrst frá. 

Lagt er til að grunnskólakennarinn Árni Rúnar Þorvaldsson vermi 4. sæti á lista flokksins í kjördæminu. 

Boðað er til fundar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 26. október klukkan 12 að hádegi í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43.

Efni fundarins er tillaga uppstillingarnefndar á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Á fundinum verður kosið um tillögu uppstillingarnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert