Björg er nýr framkvæmdastjóri BHM

Björg Kjartansdóttir.
Björg Kjartansdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Björg Kjartansdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra BHM. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, reksturs og upplýsingamála.

Björg kemur til BHM frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf, þar sem hún stjórnaði fjölþjóðlegu teymi í upplýsingadeild samtakanna. Hún var áður sviðsstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi þar sem hún fór meðal annars fyrir tekjuöflun og kynningarmálum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Björg var verkefnastjóri í fjárfestingateymi KPMG, gengdi starfi fjárfestingastjóra hjá Arev verðbréfafyrirtæki og var viðskiptastjóri við MP banka. Hún var einnig fyrsti framkvæmdastjóri DeaMedica og stjórnaði uppbyggingu fyrirtækisins, sem rekur hátækni skurð- og læknastofur. Þá starfaði hún sem sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og var verkefnastjóri í frammistöðumati hjá ríkisendurskoðanda, segir enn fremur. 

Björg er menntuð í sálfræði, sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendamarkþjálfun og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk meistaragráðu í aðferðafræði frá Maastricht University.

Björg er gift Benedikt Stefánssyni, forstöðumanni fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert