Björg er nýr framkvæmdastjóri BHM

Björg Kjartansdóttir.
Björg Kjartansdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Björg Kjart­ans­dótt­ir hef­ur tekið við stöðu fram­kvæmda­stjóra BHM. Hún hef­ur víðtæka reynslu á sviði stjórn­un­ar, rekst­urs og upp­lýs­inga­mála.

Björg kem­ur til BHM frá Alþjóða Rauða kross­in­um í Genf, þar sem hún stjórnaði fjölþjóðlegu teymi í upp­lýs­inga­deild sam­tak­anna. Hún var áður sviðsstjóri hjá Rauða kross­in­um á Íslandi þar sem hún fór meðal ann­ars fyr­ir tekju­öfl­un og kynn­ing­ar­mál­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Björg var verk­efna­stjóri í fjár­fest­ingat­eymi KPMG, gengdi starfi fjár­fest­inga­stjóra hjá Arev verðbréfa­fyr­ir­tæki og var viðskipta­stjóri við MP banka. Hún var einnig fyrsti fram­kvæmda­stjóri Dea­Medica og stjórnaði upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, sem rek­ur há­tækni skurð- og lækna­stof­ur. Þá starfaði hún sem sér­fræðing­ur í fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­inu og var verk­efna­stjóri í frammistöðumati hjá rík­is­end­ur­skoðanda, seg­ir enn frem­ur. 

Björg er menntuð í sál­fræði, sem fé­lags­ráðgjafi frá Há­skóla Íslands, hef­ur lokið stjórn­enda­markþjálf­un og MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík, auk meist­ara­gráðu í aðferðafræði frá Ma­astricht Uni­versity.

Björg er gift Bene­dikt Stef­áns­syni, for­stöðumanni fjár­festa- og al­manna­tengsla hjá Al­votech, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert