Fyrirtækin RARIK og Landsnet hafa boðað til íbúafundar í Skjólbrekku á fimmtudag klukkan 16.30 þar sem farið verður yfir atburðarásina þann 2. október sem leiddi til víðtækra rafmagnstruflana í sveitarfélaginu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þingeyjarsveit.
Á fundinum verður einnig farið yfir afgreiðslu tjónamála og stöðu þeirra mála.
Segir í tilkynningunni að tækifæri muni gefast fyrir spurningar og umræðu.