Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn miðar vel

Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni …
Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni er í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á and­láti hinn­ar tíu ára gömlu Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur sem fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber síðastliðinn miðar vel.

Þetta seg­ir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, við mbl.is. Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um, sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni og er sá eini sem hef­ur stöðu sak­born­ings, átti að renna út í dag en það hef­ur verið fram­lengt til 14. nóv­em­ber.

Hann var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg­inn dag­inn sem lík dótt­ur hans fannst og hef­ur nú setið í gæslu­v­arðhaldi í fimm vik­ur.

„Rann­sókn­inni miðar vel en svona mál eru alltaf um­fangs­mik­il,“ seg­ir Elín Agnes. 

Lög­regl­an óskaði eft­ir mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg um­rædd­an dag og seg­ir Elín að mynd­efnið hafi verið skoðað með til­liti til þess hvort það geti komið að not­um við rann­sókn máls­ins eða ekki.

Maður­inn hef­ur geng­ist und­ir geðmat og seg­ir Elín að það sé einn hluti sem er gerður í slík­um mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert