Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn miðar vel

Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni …
Maður sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni er í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á andláti hinnar tíu ára gömlu Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september síðastliðinn miðar vel.

Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, við mbl.is. Gæsluvarðhald yfir manninum, sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni og er sá eini sem hefur stöðu sakbornings, átti að renna út í dag en það hefur verið framlengt til 14. nóvember.

Hann var handtekinn við Krýsuvíkurveginn daginn sem lík dóttur hans fannst og hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í fimm vikur.

„Rannsókninni miðar vel en svona mál eru alltaf umfangsmikil,“ segir Elín Agnes. 

Lögreglan óskaði eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg umræddan dag og segir Elín að myndefnið hafi verið skoðað með tilliti til þess hvort það geti komið að notum við rannsókn málsins eða ekki.

Maðurinn hefur gengist undir geðmat og segir Elín að það sé einn hluti sem er gerður í slíkum málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert