Jakob Frímann heldur ekki oddvitasætinu

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins.
Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Árni Sæberg

Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, mun ekki leiða lista flokksins í næstu þingkosningum. Þetta staðfestir formaður flokksins.

RÚV greindi fyrst frá.

Buðu þið honum það ekki [oddvitasætið] eða sóttist hann ekki eftir því að sitja áfram?

„Staðreyndin er bara einfaldlega sú að Jakob Frímann er ekki að leiða fyrir okkur í norðaustur,“ svarar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í samtali við mbl.is. 

Er hægt að segja af hverju?

„Nei, nei. Það er bara þannig,“ segir Inga.

Tómas fær ekki oddvitasæti

Hún segir að búið sé að finna arftaka Jakobs og verður kynnt á morgun hverjir oddvitar flokksins í öllum kjördæmum verða.

Fyrr í dag var greint frá því að Tóm­as A. Tóm­as­son­, oddviti flokksins í Reykjavík norður, myndi ekki leiða það kjördæmi í komandi kosningum.

Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að hann myndi vilja halda áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert