Ók á tvo vegfarendur: Grunaður um akstur undir áhrifum

Ökumaður, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hefur …
Ökumaður, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hefur verið vistaður í fangaklefa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Reykjavík í dag. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem og gegn rauðu ljósi.

Vegfarendurnir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar og er annar þeirra sagður meira slasaður en hinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kærður fyrir að keyra án ökuréttinda

Þá var einnig ekið á gangandi vegfaranda í Múlahverfinu í Reykjavík. Var ökumaðurinn kærður fyrir að gera ekki viðeigandi ráðstafanir í kjölfar slyssins.

Vegfarandanum var ekið á slysadeild til frekari aðhlynningar vegna minni háttar meiðsla.

Þá var annar ökumaður kærður fyrir að aka bifreið í Hlíðunum þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.

Tvö innbrot

Lögreglunni á Hverfisgötu var tilkynnt um yfirstaðin innbrot í tveimur fyrirtækjum í Laugardalnum. Eru þau mál í rannsókn.

Einnig þurfti lögreglan að vísa burt óvelkomnum aðila frá félagslegu þjónustuúrræði í Hlíðar-hverfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert