Ragnar Þór tekur oddvitasæti

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leiða lista Flokks fólksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Þetta staðfesti Inga Sæland, formaður flokksins, í samtali við mbl.is.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en í umfjöllun miðilsins segir að Ragnar Þór komi í stað Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, sem fái ekki sæti á lista.

Inga segir ekki liggja fyrir hvort Tómas verði á lista enda sé ekki búið að stilla upp öllum framboðslistum. Hann muni þó ekki leiða kjördæmi. Aðeins sé búið að ákveða hverjir muni skipa oddvitasætin. Það verði tilkynnt síðar í dag eða á morgun.

Inga segir þó oddvitana hafa mikið um það að segja hvernig listunum í þeirra kjördæmi verði raðað upp.

Tóm­as er ald­urs­for­seti á Alþingi. Í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku sagðist hann sjaldan hafa verið betri og væri til í að sitja lengur á þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka