Tæknideild enn að störfum á Stuðlum

Barn lést í brun­an­um og starfsmaður slasaðist.
Barn lést í brun­an­um og starfsmaður slasaðist. mbl.is/Ólafur Árdal

Rannsókn á brunanum á Stuðlum í fyrradag er í fullum gangi en 17 ára barn lét lífið og starfsmaður slasaðist.

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, segir við mbl.is að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum á svæðinu.

„Við eigum eftir að eiga fund með tæknideildinni til þess að fara betur yfir málin,“ segir Elín Agnes spurð út í eldsupptök og hvort grunur leiki á íkveikju. Svo virðist sem eldur hafi komið upp í herbergi vistmanns.

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, sagði í yfirlýsingu í gær að húsnæði Stuðla væri mikið skemmt eftir brunann og ekki væri unnt að halda þar úti hefðbundinni þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert