Veitingastaður stóð opinn og enginn starfsmaður

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglunni á Hverfisgötu barst tilkynning um veitingastað sem stóð opinn en enginn starfsmaður var sjáanlegur.

Farið var á staðinn og tryggt að enginn væri þar inni og honum síðan læst.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 til 5 í morgun. Alls var 91 mál bókað í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Fíkniefnasalar handteknir

Tveir voru handteknir í Árbænum vegna sölu og dreifingu fíkniefna. Í sama hverfi var ökumaður stöðvaður undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Hótaði lögreglunni

Karlmaður var handtekinn í miðbæ Kópavogs vegna hótana í garð lögreglunnar. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 220 í Hafnarfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert