Fundi í kjaradeilu Kennarasambands Ísland (KÍ) og Sambands Íslenskra sveitarfélaga (SÍS) sem átti að fara fram í morgun var frestað.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur að ekki verði hægt að ná árangri í viðræðunum fyrr en niðurstaða félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar liggur fyrir. Þetta staðfestir Magnús við mbl.is.
Fundi var einnig frestað í gær.
SÍS stefndi KÍ fyrir félagsdóm vegna boðunar verkfallsaðgerða í tíu skólum þann 29. október næstkomandi, en aðalmeðferð fór fram í málinu í gær.
Magnús telur hins vegar að félagið hafi verið í fullum rétti til að boða til verkfalla. Farið hafi verið að öllum reglum sem gilda um verkföll.
Vonast til þess að niðurstaða félagsdóms liggi fyrir á næstu dögum.