Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er að íhuga að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi alþingiskosningum.
Þetta staðfesti hann við fréttastofu RÚV.
Hann kveðst hafa rætt málið við yfirmenn sína hjá lögreglunni og verður ákvörðunin um framboð líklega tekin í dag.