Segir tímarammann áskorun

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­málaráðherra og innviðaráðaherra í starf­stjórn­inni, seg­ir tím­aramm­an áskor­un fyr­ir stjórn­ina að koma fjár­laga­frum­varp­inu í gegn fyr­ir þinglok en kosið verður til Alþing­is laug­ar­dag­inn 30. nóv­em­ber.

„Við fór­um strax í það í fjár­málaráðuneyt­inu að miða við það ef þingið hefði hug á því reyna ljúka því 15. nóv­em­ber hvernig við þyrft­um þá að spóla tím­ann aft­ur og hvaða tím­aramma við hefðum. Á þess­um rík­i­s­tjórn­ar­fundi var ég því með fjár­aukafrum­varp, frum­varp um kíló­metra­gjöld, bandorm tvö, frum­varp varðandi stuðningslán til Grinda­vík­ur og fleiri fjár­laga­tengd mál,“ sagði Sig­urður Ingi við mbl.is eft­ir fund starf­stjórn­ar­inn­ar í dag.

Sig­urður seg­ir að unnið sé hörðum hönd­um að því geta lokið yf­ir­ferð vegna annarr­ar umræðu fjár­laga og hann von­ast til þess að geta verið með það til umræðu í rík­is­stjórn á þriðju­dag­inn. Það þýði að hægt verði að koma öll­um gögn­um til fjár­laga­nefnd­ar og efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar á eins góðum tíma og hægt er.

Fundaði með öll­um for­mönn­um

„Ég hafði frum­kvæði að því að boða for­menn allra stjórn­mála­flokka til sam­tals um þetta í gær og ég gat ekki bet­ur heyrt en það væru all­ir sam­stíga í því að það væri eðli­legt að reyna að af­greiða fjár­lög­in og fjár­laga­tengd mál. En það kannski ekki mik­ill hug­ur í að af­greiða mörg önn­ur mál sem ég hef full­an skiln­ing á við þess­ar tímaaðstæður,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert