Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, verður nýr oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Þá er staðfest að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verði oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Áður hafði verið greint frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum og hefur verið þingmaður flokksins síðasta kjörtímabil, myndi ekki halda oddvitasæti sínu.
Oddvitar flokksins verða því eftirfarandi:
Í tilkynningunni kemur fram að Sigurjón sé menntaður líffræðingur með próf í opinberri stjórnsýslu, skiptstjóraréttindi og A-réttindanám í vélstjórn. Þá sat hann á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn frá 2003 til 2007.
Ragnar Þór hefur verið formaður VR síðan 2017. Hann sat í stjórn VR frá 2009 og hefur einnig verið varaformaður ASÍ.