Snorri Másson gekk á fund Bjarna Ben

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:45
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:45
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Snorri Más­son gekk til fund­ar við Bjarna Bene­dikts­son í stjórn­ar­ráðinu í síðustu viku. Þetta kem­ur fram í viðtali við Snorra í Spurs­mál­um í dag þar sem hann mætti til leiks ásamt Guðmundi Ara Sig­ur­jóns­syni, sem að öllu óbreyttu mun verma annað sæti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Snorri sæk­ist eft­ir leiðtoga­sæt­inu hjá Miðflokkn­um.

Í viðtal­inu, sem sjá má að hluta í spil­ar­an­um hér að ofan, er Snorri spurður út í það hvenær hann hitti Bjarna Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, síðast.

Bjarni Benediktsson settist niður með Snorra Mássyni í liðinni viku.
Bjarni Bene­dikts­son sett­ist niður með Snorra Más­syni í liðinni viku. mbl.is/​sam­sett mynd

Hvenær hitt­ust þeir tveir?

Snorri, hvenær hitt­ir þú Bjarna Bene­dikts­son síðast?

„Ég hitti Bjarna Bene­dikts­son. Hvenær hitti ég hann síðast? Ég hitti hann ekki fyr­ir svo löngu.“

Fyr­ir hversu löngu, ég get svarað því ef þú vilt ekki gera það sjálf­ur?

„Ég myndi segja að ég hafi hitt hann, svo ég svari því bara al­veg hrein­skiln­is­lega í, ekki í þess­ari viku held­ur síðustu viku.“

Hvar?

„Stjórn­ar­ráði Íslands.“

Hvað fór ykk­ur í milli?

„Okk­ur á milli? Mín og Bjarna? Bara sam­tal.“

Um hvað?

„Það er bara trúnaðarsam­tal okk­ar á milli.“

Var þér boðið sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík?

„Ég held að menn séu ekki að bjóða fólki sæti með þeim hætti. Það er hægt að hvetja fólk til þess að bjóða sig fram og annað eins. Það er ekk­ert verið að gera til­boð, svona pakka­díla.“

Upp­taka af þætt­in­um verður aðgengi­leg á mbl.is og á Spotify inn­an tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert