„Þetta er áskorun“

Ferðamenn í Grindavík í gær.
Ferðamenn í Grindavík í gær. Eyþór Árnason

„Ég hef verið á þeirri skoðun að þegar það koma svona tímar þar sem við erum ekki á hættustigi að þá sé eðlilegt að fólk og fyrirtæki hafi eins mikinn aðgang að Grindavík eins og hægt er.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem gegnir einnig stöðu innviðaráðherra í starfsstjórninni, spurður um breytingar á aðgengi að Grindavík.

Í gær var bærinn opnaður almenningi. Fram að þessu hefur aðgengi að honum verið verulega takmarkað.

Súrefni í starfsemina

Sigurður segir að með opnun bæjarins komi smá súrefni inn í starfsemina í Grindavík sem sé hægt að halda úti þrátt fyrir takmarkanir.  

„Ég held að við höfum gert vel í því að geta opnað bæinn en það eru auðvitað áskoranir til staðar. Það verða allir að fara varlega og menn þurfa að læra á fyrstu dögunum hvað þarf að bæta eins og til að mynda upplýsingagjöf til fólks og ferðamanna svo þetta gangi eins vel fyrir sig og við getum vænst. En þetta er áskorun,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert