Búið að afgreiða biðleikinn

Gísli Hall, lögmaður Kennarasambandsins, í Landsrétti í morgun.
Gísli Hall, lögmaður Kennarasambandsins, í Landsrétti í morgun. mbl.is/Hákon

Gísli Hall, lögmaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, seg­ist fagna niður­stöðu Fé­lags­dóms sem úr­sk­urðaði í morg­un að verk­falls­boðun kenn­ara sé lög­mæt.

Lögmaður­inn seg­ir að með úr­sk­urðinum sé búið að af­greiða þann biðleik sem þetta mál hafi verið og hann von­ar að aðilum gangi vel að ná lausn í kjara­deil­unni.

Kröf­urn­ar ekki fengið al­menni­lega meðferð

„Því var haldið fram af sveit­ar­fé­lög­un­um að Kenn­ara­sam­bandið hefði ekki sett fram nein­ar kröf­ur í mál­inu og þess vegna ekki í rétti til að boða verk­fall en Kenn­ara­sam­bandið lagði fram gögn um það að allt frá byrj­un janú­ar hafi verið sett­ar fram kröf­ur sem hafi ekki fengið neina al­menni­lega meðferð,“ seg­ir Gísli við mbl.is.

Gísli seg­ir að þar af leiðandi hafi þetta ekki verið rétt hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að ekki hafi verið sett­ar fram kröf­ur og það sé staðfest með úr­sk­urði Fé­lags­dóms.

Hann seg­ir að viðræðunefnd hjá Kenn­ara­sam­bandi sé með for­ræðið í samn­ingaviðræðunum og það sé ekki hans sem lög­manns að tjá sig um stöðu mála.

Launamun­ur­inn hafi verið skil­inn eft­ir

„Rót þessa máls er að árið 2016 var gert sam­komu­lag milli rík­is, sveit­ar­fé­laga og sam­taka op­in­bera starfs­manna, BHM, BSRB og KÍ, um að það ætti að jafna laun­mun milli al­menna og op­in­bera vinnu­markaðar­ins. Á móti ætti að breyta líf­eyr­is­rétt­ind­um,“ seg­ir Gísli.

Hann seg­ir að menn hafi verið fljót­ir að breyta líf­eyr­is­rétt­ind­um en skilið launamun­inn eft­ir.

„Það kom fram hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í þessu máli að þetta væri óleys­an­legt verk­efni en þetta væri skuld­bind­ing og eina leið Kenn­ara­sam­bands­ins til að fá efnd­ir á þeirri skuld­bind­ingu væri í gegn­um kjara­samn­inga. Það er tekið fram í sam­komu­lag­inu frá ár­inu 2016.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert