Býst við „stórtíðindum“ úr héraðsdómi á næstunni

„Þannig að innan þriggja vikna er búist við stórtíðindum,“ segir …
„Þannig að innan þriggja vikna er búist við stórtíðindum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bú­ist er við því að dóm­ur falli inn­an þriggja vikna í máli er varðar hóp­mál­sókn Neyt­enda­sam­tak­anna gegn viðskipta­bönk­un­um. Niður­stöður máls­ins verða „stórtíðindi“ á Íslandi og í Nor­egi sama hvernig málið fer, að sögn for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna.

Neyt­enda­sam­tök­in skipu­lögðu hóp­mál­sókn árið 2021 gegn Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Ari­on banka. Málið er tekið fyr­ir í Héraðsdóm­i Reykja­vík­ur og Héraðsdómi Reykja­ness. Nú taka um 2.500 manns í mál­sókn­inni.

Máli gegn Lands­bank­an­um var vísað til EFTA-dóm­stóls­ins árið 2022, en EFTA eru Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu.

Komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að skil­mál­ar lána með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi væru óskýr­ir – hinn al­menni lán­tak­andi skildi ekki þá út­reikn­inga sem vext­irn­ir byggðu á.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Inn­an þriggja vikna er bú­ist við stórtíðind­um“

„Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykja­ness á þriðju­dag­inn [í síðustu viku] og að venju eru dóm­arn­ir gefn­ir út inn­an fjög­urra vikna. Þannig að við bíðum spennt,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, sem hafa skipu­lagt rúm­lega 2.500 manna hóp­mál­sókn gegn Íslands­banka og Ari­on banka sem tek­in er fyr­ir í Héraðsdóm­i Reykja­vík­ur og Héraðsdómi Reykja­ness.

„Þannig að inn­an þriggja vikna er bú­ist við stórtíðind­um.“

Niðurstaðan í mál­inu mun aðallega hafa þýðingu fyr­ir þá sem tekið hafa fast­eignalán eft­ir að lög um fast­eignalán til neyt­enda gengu í gildi þann 1. apríl 2017, að sögn Neyt­enda­sam­tak­anna en úr­sk­urður­inn hef­ur einnig for­dæm­is­gildi yfir lán­um líf­eyr­is­sjóða.

Norðmenn bíða spennt­ir

„Hvernig sem hann fer þá verða það stórtíðindi,“ seg­ir hann en hann býst við því að til­von­andi dómi verði áfrýjað. Breki bind­ur von­ir við að hægt verði að áfrýja mál­inu beint til Hæsta­rétt­ar.

Það eru ekki aðeins Íslend­ing­ar sem bíða ým­ist með hnút eða fiðrildi í mag­an­um eft­ir því að dóm­ur falli í mál­inu, held­ur get­ur dóm­ur­inn einnig haft áhrif í öðrum EFTA-lönd­um, þar á meðal Nor­egi.

„Ég veit að Norðmenn bíða mjög spennt­ir,“ seg­ir Breki, sem átti fund með norsku neyt­enda­sam­tök­un­um í sept­em­ber.

Sam­tök norskra fjár­mála­fyr­ir­tækja, Fin­ans Nor­ge, bentu á að í kjöl­far dóms EFTA-dóm­stóls­ins væri nauðsyn­legt að skoða og breyta vaxta­skil­mál­um hús­næðislána í Nor­egi án taf­ar.

„Þar er verið að und­ir­búa svipaðar mál­sókn­ir fari dóm­ar hér á Íslandi eins og EFTA-dóm­stóll­inn hef­ur kveðið. Og ég veit að Sví­ar og Dan­ir eru líka að fara í svipað mál.“

Bakaði ríkið sér skaðabóta­skyldu?

Formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is sagði við mbl.is í maí að ís­lenska ríkið gæti mögu­lega orðið skaðabóta­skylt ef mun­ur reyn­ist vera milli nú­gild­andi laga og þeirra Evr­ópu­til­skip­ana sem EFTA bend­ir á í tengsl­um við vaxta­málið svo­kallaða.

Eft­ir álitið birt­ist brást Lands­bank­inn við með yf­ir­lýs­ingu þar sem sagði að vaxta­breyt­inga­ákvæði sín stæðu enn ís­lensk lög þrátt fyr­ir að dóm­stóll EFTA kvæði þau ógagn­sæ. Það væri ís­lenskra dóm­stóla að dæma um gildi vaxta­breyt­inga­ákvæða í fast­eignalán­um hér á landi, ekki EFTA-dóm­stóls­ins.

Sam­tök ís­lenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja bentu einnig á að það væri hlut­verk ís­lenskra dóm­stóla að dæma um gildi ákvæða í skil­mál­unum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert