Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hefur ákveðið að draga framboð sitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka af persónulegum ástæðum.
Frá þessu greinir Tómas Ellert í færslu á Facebook en hann hafði óskað eftir því við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
„Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að draga framboð mitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka af persónulegum ástæðum. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Tómas í færslunni.