Ferðamaður lést í Bláa lóninu

Maðurinn sem lést var á níræðisaldri.
Maðurinn sem lést var á níræðisaldri.

Erlendur ferðamaður á níræðisaldri lést eftir að hafa misst meðvitund í Bláa lóninu í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld.

Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi en maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkustund síðar. 

Í tilkynningunni segir að lögreglan hafi málið undir höndum og muni leitast við að hafa uppi á aðstandendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert