Hugsanlega breytt grunnvatnsstaða við Geysi

Geysissvæðið í dag. Gufustrókur stendur upp frá Strokki.
Geysissvæðið í dag. Gufustrókur stendur upp frá Strokki. mbl.is/Sigurður Bogi

„Algengar breytingar á hverasvæðum eru vegna jarðskorpuhreyfinga, til dæmis tengdum flekahreyfingum. Þess háttar breytingar eru þekktar á Geysissvæðinu, svo sem eftir Suðurlandsskjálfta,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Land við Geysi í Haukadal í Biskupstungum er nú kvikt sem aldrei fyrr. Þar eru hverir sem legið hafa í láginni aftur virkir svo þeir kraumar og sjóða. Þetta vekur eftirtekt og vísindamenn fylgjast með stöðu mála, svo landverðir.

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjaldgæfar breytingar

Ari Trausti segir að vel þekkist þótt sjaldgæft sé að stórfelldar breytingar verði á hverum vegna flekahreyfinga, þá ýmist með eða án spennulosunar vegna flekahreyfinga. Gott dæmi um slíkt séu stórfelldar breytingar á háhitasvæðinu á Reykjanesi 1967.

 „Núna mælast ekki jarðhræringar á Geysissvæðinu og liggur næst við að stinga upp á breytingum á grunnvatnsstöðu og þar með rennslinu sem getur valdið þrýstingsbreytingum í kerfinu og meiri suðu. Vel má vera að breytt úrkomumynstur þarna í nálægð Haukadals og hálendisins þar inn af hafi valdið vissum þurrki og lægri grunnvatnstöðu á árinu.

Þetta er að minnsta kosti mín tilgáta, svona í bili og dæmi um ófyrirséðar breytingar á algengum náttúruferlum. Í þessu tilviki hegðun hveranna við Geysi,“  segir Ari Trausti.

Hann fjallar raunar nokkuð um þetta efni í nýrri bók sinni Náttúruvá – ógnir, varnir og viðbrögð.

 Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu á morgun.

Ferðamenn á Geysissvæðinu í dag. Margir á ferðinni í vetrarbyrjun.
Ferðamenn á Geysissvæðinu í dag. Margir á ferðinni í vetrarbyrjun. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert