Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segist líta E.coli-sýkinguna á leikskólanum alvarlegum augum.
Í yfirlýsingu Soffíu segir að fyrsta smitið hafi komið upp síðdegis í gær. Leikskólanum hafi verið lokað í samráði við sóttvarnayfirvöld á meðan málið sé rannsakað
Tekið er fram að sérstakur hópur á vegum sóttvarnalæknis leiti nú að uppruna sýkingarinnar.
Sex börn liggja nú inni á spítala og munu allir foreldrar hafa verið upplýstir um málið í gærkvöldi.
Félagsstofnun stúdenta, sem rekur leikskólann, er sögð hafa þegar hafið yfirferð og endurskoðun á öllum ferlum innan leikskólans sem snúi að hreinlæti, matvælum og meðferð þeirra.
„Málið er litið mjög alvarlegum augum. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá börnum Mánagarðs og foreldrum þeirra,“ segir í yfirlýsingu Soffíu.
Stjórnendur leikskólans muni veita foreldrum og öðrum hagaðilum reglulegar uppfærslur um gang mála í samstarfi við sóttvarnalækni, heilbrigðiseftirlitið og aðra viðeigandi aðila.
Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við mbl.is að sóttvarnarteymi, sem samanstendur af umdæmalækni, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Matvælastofnun hafi verið ræst út í morgun.
Matvælastofnun rannskar þau matvæli sem eru á staðnum en hlutverk heilbrigðiseftirlitsins er að fara á vettvang og mynda aðstæður á staðnum t.a.m.