Innkalla andakjöt vegna salmonellu

Julius heilar endur.
Julius heilar endur. Ljósmynd/Aðsend

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Julius heilar endur. Er þetta gert með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda.

Fram kemur í tilkynningu að innköllunin varði eingöngu þær sölueiningar sem hafi lotunúmer 3482255.

„Ástæða innköllunarinnar er að salmonella greindist í sýni teknu úr framleiðslulotunni,“ segir í tilkynningu. 

Bent er á að tilgreint lotunúmer hafi verið tekið úr sölu í verslunum.

Upplýsingar um vöruna:

  • Vöruheiti: Julius heilar endur (Pekingendur)
  • Nettómagn: 2,4 kg
  • Umbúðir: Plastfilma
  • Strikamerki: 5706911023637
  • Lotunúmer: 3482255
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaups

„Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að setja sig í samband við Aðföng. Fyrir hönd framleiðanda vörunnar biður Aðföng viðskiptavini Bónus og Hagkaups sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert