Kínverjar hafa reitt fram fjármuni til þess að losa jörðina Kárhól í Þingeyjarsveit ásamt fasteignum sem á henni standa undan uppboði.
Byggðastofnun krafðist uppboðsins vegna um 180 milljóna króna skuldar Aurora Observatory, eiganda Kárhóls, sem Kínverjar hafa nú greitt upp í formi fyrirframgreiddrar húsaleigu.
Kínverjar stunda rannsóknir á norðurljósum og hafa starfsstöð til þess á Kárhóli. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af starfseminni og telja mögulegt að hana megi nýta til njósnastarfsemi. Fundað var um málið í utanríkisráðuneytinu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.