Búið er að úthluta Lýðræðisflokknum – samtökum um sjálfsákvörðunarrétt, listabókstafnum L. Þá er flokkurinn einnig kominn með einkennismerki.
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, stofnaði stjórnmálaflokkinn eftir að viðræður hans við Miðflokkinn fjöruðu út og skiluðu engu.
Arnar Þór hlaut kjör sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins árið 2021 en sagði sig úr flokknum er hann tilkynnti forsetaframboð sitt í janúar. Hann hlaut 5,1% fylgi í kosningunum í júní.
Arnar hefur kynnt til leiks einkennismerki fyrir flokkinn sem er bjalla. Á Facebook skrifar hann um merkið:
„Klukka er táknræn fyrir vakningu. Í aldanna rás hafa klukkur gegnt því hlutverki að kalla fólk saman, til samveru, til fundar, til máltíðar, til messu og til starfa.“