Læstu sig inni á kvennasalerni

Atvikið gerðist í miðbænum.
Atvikið gerðist í miðbænum. mbl.is/Ari

Tveir útigangsmenn læstu sig inni á kvennasalerni í miðbænum í tvær klukkustundir í dag. Að lokum náði lögreglan að reka þá á brott en innan við klukkutíma síðar læstu þeir sig inni á salerni á öðrum stað í miðbænum.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Rán í apóteki

Á lögreglustöð 1 var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð.

„Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar,“ segir í dagbókarfærslunni.

Í hverfi 105 var apótek rænt en ræninginn var farinn af vettvangi áður en lögreglan bar að garði.

Glöggir lögreglumenn komu hins vegar auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn.

Búið er að vista manninn í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert