Lokanir á Þingvöllum

Fundurinn er haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing.
Fundurinn er haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing. mbl.is/Hari

Vegna fundar forsætisráðherra Norðurlandanna verða verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli á mánudag. Þá verður öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir fundurinn sé haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem verður haldið í næstu viku.

„Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar.
Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut,“ segir í tilkynningunni.

Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð.
Lokanir taka gildi klukkan 7 á mánudagsmorgun og gilda til miðnættis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert