Leggur til móttökuskóla fyrir erlend börn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, legg­ur til að Íslend­ing­ar setji upp al­menni­lega og vel skipu­lagða mót­töku­skóla fyr­ir börn af er­lend­um upp­runa.

Í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag kveðst hún sann­færð um að breyt­ing­in gæti skipt sköp­um og haft mik­il og já­kvæð áhrif fyr­ir allt skólastarf.

Vilja aðrar lausn­ir

Ráðherr­ann nefn­ir að mót­töku­skóli sé ekki ný hug­mynd held­ur megi t.d. finna slík­an skóla í Nor­egi.

„Tæp 30% nem­enda í ís­lensk­um grunn­skól­um hafa er­lend­an bak­grunn og ljóst að slík fjölg­un í óbreyttu kerfi hef­ur áhrif á gæði náms og ár­ang­ur nem­enda. Kenn­ar­ar hafa reynt að mæta þess­um áskor­un­um með fjöl­breytt­um leiðum en benda á að álagið sem þessu fylg­ir haldi aft­ur af hefðbundnu skóla­starfi og vilja aðrar lausn­ir,“ skrif­ar Áslaug.

Hún bend­ir á að ár­ang­ur ís­lenskra nem­enda í PISA 2022 hafi mælst verri en nokkru sinni áður og hafi verið und­ir meðaltali OECD-ríkj­anna og Norður­land­anna í öll­um þátt­um.

All­ir tapi í óbreyttu kerfi

Áslaug seg­ir mót­töku­skóla vera fyrsta skref barna af er­lend­um upp­runa sem séu að fóta sig í ís­lensku sam­fé­lagi. Þar yrði lögð áhersla á sam­ræmda tungu­mála­kennslu og hæfn­ismat.

„Sér­hæft úrræði þannig að þau séu bet­ur und­ir­bú­in þegar þau síðan fara inn í al­menna grunn­skóla.“

Með því að koma á fót slíku úrræði mynd­um við mæta þess­um nem­end­um bet­ur, nem­end­um sem eru að fóta sig í nýju skólaum­hverfi og þurfa aukna aðstoð og tungu­mála­kennslu.

„Í óbreyttu kerfi tapa all­ir – ekki aðeins börn og ung­menni af er­lend­um upp­runa held­ur líka aðrir nem­end­ur, kenn­ar­ar og starfs­fólk sem reyn­ir að mæta þörf­um hvers og eins nem­anda án nægi­legs stuðnings.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert