Rigning eða súld sunnanlands

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag verður austlæg átt og 5 til 13 metrar á sekúndu. Lengst af verður rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti á bilinu 3 til 8 stig. Sums staðar verður snjókoma eða slydda norðan til framan af degi, en dálítil væta síðdegis og hlýnar þar einnig.

Norðvestan 10-18 m/s verða á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda verður á norðanverðu landinu. Dálítil rigning eða slydda verður suðvestan til, en þurrt suðaustanlands. Hiti verður frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að sjö stigum á Suðausturlandi. Víða verður þurrt á landinu annað kvöld og frystir, auk þess verður hægur vindur vestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert