Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við hríðarveðri, skafrenningi og blindu frá hádegi á morgun og fram undir kvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Um er að ræða vegi sem tengja Norður- og Austurland, þ.e. Mývatns- og Möðrudalsöræfi, ásamt Hófaskarði.
Spáð er norðvestan átt og munu vindstig ná upp í 10-15 metra á sekúndu.
Víðar um landið mun snjóa.