Allt getur gerst á Geysissvæðinu

Hressilegt gos í Strokki í gær. Ferðamenn fylgjast með.
Hressilegt gos í Strokki í gær. Ferðamenn fylgjast með. mbl.is/Eyþór

„Þetta er lifandi svæði þar sem allt getur greinilega gerst,“ segir Dagur Jónsson landvörður í Haukadal í Biskupstungum. Mikil virkni er nú á hverasvæðinu þar og jörðin kraumar. Hverir sem hafa verið aðgerðalitlir í áraraðir eru nú lifandi sem aldrei fyrr. Strokkur, sá frægi hver, gaus í gærmorgun myndarlega svo tólf skvettur aðrar fylgdu á næstu tveimur mínútum.

„Svo virðist sem eftir hvert gos í Strokki aukist virkni í öðrum hverum,“ segir Dagur sem fylgist grannt með framvindunni og er í sambandi við vísindamenn sem spá í framvinduna. Öryggis er gætt, en allt að 5.000 ferðamenn koma á hverasvæðið á degi hverjum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert