„Er í forgangi hjá okkur“

Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl.
Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Mál karlmanns frá Litháen sem er grunaður um hafa banað samlanda sínum í sumarhúsi í Kiðjabergi í uppsveitum Árnessýslu í apríl í vor er á borði héraðssaksóknara.

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir við mbl.is að verið sé að fara yfir málið með tilliti til þess hvort það verði tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu.

„Þetta mál er í forgangi hjá okkur og við reynum að taka ákvörðun í því eins fljótt og unnt er,“ segir Karl Ingi.

Upphaflega voru fjórir menn handteknir þann 20. apríl en tveimur var síðan sleppt. Hinir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum var síðar sleppt.

Maðurinn sem lést var á fertugsaldri en hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert