Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris

Gular veðurviðvarnir taka gildi í fyrramálið.
Gular veðurviðvarnir taka gildi í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á miðhálendinu.

Þær taka gildi eldsnemma í fyrramálið en spáð er suðaustan stormi eða roki á Faxaflóa, Breiðafirði og á miðhálendinu og hvassviðri á Suðurlandi þar sem líkur eru á snjókomu og slyddu á Hellisheiði og versnandi færð þar.

Vindhviður geta farið upp í allt 25 m/s og á miðhálendinu er spáð snjókomu eða skafrenningi og öflugum vindhviðum við jökla.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert