Hvernig mun Viðreisn stilla upp?

Listinn verður kynntur í kvöld.
Listinn verður kynntur í kvöld. Samsett mynd

Viðreisn mun kynna lista sína fyrir alþingiskosningar í Reykjavík og Suðurkjördæmi í kvöld. Samkvæmt heimildum mbl.is sóttust tæplega 100 manns eftir sæti á lista í Reykjavík. 

Þeir sem helst hafa verið orðaðir við efstu sæti eru sitjandi þingmennirnir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson. En einnig hafa þeir Jón Gnarr, Aðalsteinn Leifsson, Grímur Grímsson og borgarfulltrúinn Pawel Bartozek verið orðaðir við efstu sætin. 

Þá hefur varaformaður flokksins, Daði Kristófersson, óskað eftir heiðurssæti á listanum. 

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsumræðum þingsins 2024.
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsumræðum þingsins 2024. mbl.is/Arnþór

Í Suðurkjördæmi hefur þingmaðurinn Guðbrandur Einarsson sóst eftir oddvitasæti en Jasmina Vajzovic Crnac ráðgjafi hefur einnig gefið það út að hún óski eftir oddvitasæti. 

Landshlutaráð mun funda um lista flokksins í Suðurkjördæmi klukkan 18 og í Reykjavík klukkan 19:30. Verður listarnir kynntir í framhaldinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert